Þingmaður Pírata segir algert valdamisvægi milli miðflokksmanna og Báru Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna. Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna.
Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira