Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:01 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum. Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum.
Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira