Guaido hvetur Kínverja til að snúa baki við Maduro Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Mikil ólga hefur verið í Venesúela undanfarið. NORDICPHOTOS/GETTY Juan Guaido, forseti þings Venesúela og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hvetur kínversk stjórnvöld til að láta af stuðningi sínum við Nicolas Maduro forseta Venesúela. Kom hvatningin í kjölfar þess að stjórnvöld í Peking sögðust ætla að vinna með Venesúela sama hvernig mál þróuðust í landinu. Guaido sagði í viðtali við kínverska fjölmiðla að Kína sem er stærsti lánardrottinn Venesúela hefði gríðarlega möguleika í því að hjálpa til við uppbyggingu efnahags landsins. Búist er við því að leiðtogar Evrópuríkja á borð við Bretland, Frakkland, Þýskaland og fleiri viðurkenni Guaido sem forseta Venesúela komi ekki strax fram yfirlýsing frá Maduro um nýjar kosningar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina í gær að hann útilokaði ekki hernaðaríhlutun gæfi Maduro ekki eftir. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda hjálpargögn til Venesúela að beiðni Guaido. Þar sem þingforsetinn og hans stuðningsmenn ráða ekki yfir neinu landsvæði í Venesúela er áformað að setja upp miðstöðvar í nágrannalöndum þangað sem fjöldi Venesúelabúa hefur flúið. Maduro sagði stuðningsmönnum sínum á laugardag að hann myndi ekki heimila að hjálpargögn yrðu send til landsins. Venesúela væri ekki og hefði ekki verið land betlara. Þá væri boð um aðstoð frá Bandaríkjunum aðeins yfirskin og fyrirvari hernaðaríhlutunar. Birtist í Fréttablaðinu Kína Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Juan Guaido, forseti þings Venesúela og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hvetur kínversk stjórnvöld til að láta af stuðningi sínum við Nicolas Maduro forseta Venesúela. Kom hvatningin í kjölfar þess að stjórnvöld í Peking sögðust ætla að vinna með Venesúela sama hvernig mál þróuðust í landinu. Guaido sagði í viðtali við kínverska fjölmiðla að Kína sem er stærsti lánardrottinn Venesúela hefði gríðarlega möguleika í því að hjálpa til við uppbyggingu efnahags landsins. Búist er við því að leiðtogar Evrópuríkja á borð við Bretland, Frakkland, Þýskaland og fleiri viðurkenni Guaido sem forseta Venesúela komi ekki strax fram yfirlýsing frá Maduro um nýjar kosningar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina í gær að hann útilokaði ekki hernaðaríhlutun gæfi Maduro ekki eftir. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda hjálpargögn til Venesúela að beiðni Guaido. Þar sem þingforsetinn og hans stuðningsmenn ráða ekki yfir neinu landsvæði í Venesúela er áformað að setja upp miðstöðvar í nágrannalöndum þangað sem fjöldi Venesúelabúa hefur flúið. Maduro sagði stuðningsmönnum sínum á laugardag að hann myndi ekki heimila að hjálpargögn yrðu send til landsins. Venesúela væri ekki og hefði ekki verið land betlara. Þá væri boð um aðstoð frá Bandaríkjunum aðeins yfirskin og fyrirvari hernaðaríhlutunar.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30