Þekkjum einkenni krabbameina Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar