Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Hið umdeilda pálmalistaverk í væntanlegri Vogabyggð er fjármagnað með innviðagjöldum eins og komið hefur fram. Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40