McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 10:00 McVay var ekki sáttur með stjórnun sína á leiknum í nótt vísir/getty Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. McVay varð yngsti þjálfarinn til þess að stýra liði í leikinn um Ofurskálina, úrslitaleik NFL deildarinnar, þegar hann kom Rams þangað með sigri á New Orleans Saints. Hann mætti hins vegar þrautreyndum þjálfara í Bill Belichick í nótt þegar Rams mætti New England Patriots í leiknum um Ofurskálina. „Ég hafði undir í þjálfarabaráttunni. Það er engin önnur leið að segja það,“ sagði McVay.“There’s no other way to say it, I got out coached tonight.” - Sean McVay — Omar Ruiz (@OmarDRuiz) February 4, 2019 „Ég gaf okkur aldrei tækifæri á því að komast í taktinn í sókninni. Úrslitin eru að miklu leiti vegna þess sem þeir gerðu, en kerfin sem ég valdi eru hluti af því.“ „Ég er ekki ánægður með hvernig ég túlkaði flæði leiksins og brást við því sem gerðist. Þeir gerðu vel, ég gerði ekki nógu mikið fyrir okkur.“ Patriots vann leikinn 13-3 í leik þar sem varnarleikurinn var í aðalhlutverki. Lítið var skorað en leikurinn var æsispennandi allt til loka. „Ég gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna og ég veit ekki hvernig ég mun nokkurn tíma geta jafnað mig á því,“ sagði Sean McVay. NFL Tengdar fréttir Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sjá meira
Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. McVay varð yngsti þjálfarinn til þess að stýra liði í leikinn um Ofurskálina, úrslitaleik NFL deildarinnar, þegar hann kom Rams þangað með sigri á New Orleans Saints. Hann mætti hins vegar þrautreyndum þjálfara í Bill Belichick í nótt þegar Rams mætti New England Patriots í leiknum um Ofurskálina. „Ég hafði undir í þjálfarabaráttunni. Það er engin önnur leið að segja það,“ sagði McVay.“There’s no other way to say it, I got out coached tonight.” - Sean McVay — Omar Ruiz (@OmarDRuiz) February 4, 2019 „Ég gaf okkur aldrei tækifæri á því að komast í taktinn í sókninni. Úrslitin eru að miklu leiti vegna þess sem þeir gerðu, en kerfin sem ég valdi eru hluti af því.“ „Ég er ekki ánægður með hvernig ég túlkaði flæði leiksins og brást við því sem gerðist. Þeir gerðu vel, ég gerði ekki nógu mikið fyrir okkur.“ Patriots vann leikinn 13-3 í leik þar sem varnarleikurinn var í aðalhlutverki. Lítið var skorað en leikurinn var æsispennandi allt til loka. „Ég gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna og ég veit ekki hvernig ég mun nokkurn tíma geta jafnað mig á því,“ sagði Sean McVay.
NFL Tengdar fréttir Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sjá meira
Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59
Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08