Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:00 Það er ekki nóg að fara í ræktina þrisvar í viku. Mikilvægt er að forðast kyrrsetu og standa upp á hreyfa sig á hálftíma fresti. vísir/stefán Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti Heilbrigðismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Kyrrseta er sterkur áhættuþáttur ýmissa lífstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, kransæðsjúkdóma og sykursýki. Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir ráðleggur fólki að forðast kyrrsetu og standa að minnsta kosti upp á hálftíma fresti og hreyfa sig. Ekki sé nóg að fara bara í ræktina en hreyfa sig ekkert á öðrum tíma dagsins. Við sögðum frá því í fréttum að þó svo að mörg fyrirtæki séu komin með upphækkanleg borð þá er fólk ekki að nota þau. Dæmigerður Íslendingur situr því mikið á einum degi. Hann getur setið um hálfa klukkustund á dag í bíl í og úr vinnu. Í sex til átta klukkustundir við vinnu og kannsi í tvær klukkustundir við tölvu eða sjónvarp eftir að heim er komið. Þannig er stærstum hluta vökutímans varið í kyrrsetu. Helga Margrét ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig í að minnsta kosti eina mínútu á hálftíma fresti.Vitundarvakning nauðsynleg um áhrif kyrrsetu Helga Margrét segir að það vanti vitundarvakningu hér á landi um mikilvægi þess að forðast kyrrsetu og mælir með að fólk standi að minnsta kosti upp í mínútu á hálftíma fresti. „Það þarf að varast að sitja á rassinum tímunum saman og helst ekki meira en hálftíma í senn. Það eru mjög sterk tengsl milli þess hvað miklum tíma er varið í kyrrsetu og heilsu og langlífis,“ segir Helga Margrét. Hún segir ekki nóg að fara bara í ræktina. „Það þarf að hugsa þetta í tvennu lagi þ.e. annars vegar líkamsrækt eins og að spenna á sig hlaupaskóna eða gönguskóna. En hitt er að forðast kyrrsetu og standa og virkja stóru vöðvanna,“ segir Helga Margrét.Nánast engin hætta á sykursýki ef skrefin eru 10.000 á dag Aðspurð um hversu mikillar hreyfingar sé þá þörf segir hún að gott sé að fylgjast vel með hversu mikil hreyfingin sé yfir daginn. „Ég er farin að benda mínum skjólstæðingum á að fylgjast með skrefamæli það er mjög góð aðferð til að fylgjast með hvað við hreyfum okkur mikið í daglegu lífi. Það skiptir svo miklu máli að halda sér á hreyfingu. Þá hefur komið fram að þeir sem hreyfa sig meira en tíuþúsund skref á dag eru í nánast engri hættu á t.d. að fá sykursýki,“ segir Helga Margrét. Klippa: Ráðleggur fólki að standa upp og hreyfa sig á hálftíma fresti
Heilbrigðismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira