Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2019 18:21 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Bandaríski fjölmiðillinn CNBC fjallar um kaup Bill Franke á íslenska flugfélaginu WOW Air á vef sínum í dag. Fjölmiðillinn rekur fjárhagserfiðleika WOW Air og segir félagið hafa verið komið að bjargbrúninni þegar hinn 81 árs gamli Bill Franke steig fram á sjónarsviðið. Er greinin birti undir fyrirsögninni: Airlines „Mr. Fix It“ wants to save the worlds worst carrier, eða „Flugfélagafrelsarinn vill bjarga versta flugfélagi heims“. Franke þessi er sjálfskipaður faðir lággjaldalíkansins og stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners, sem á og rekur Frontier Airlines. Hann hefur skapað sér orðspor fyrir harðan niðurskurð og að snúa við rekstri flugfélaga á tveggja áratuga ferli sínum í flugfélagabransanum. Franke segir við CNBC að níu milljarða fjárfesting Indigo Partners í WOW Air geti orðið að veruleika á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.Mikil áskorun fyrir Franke CNBC segir að það muni verða mikil áskorun fyrir Franke að snúa við rekstri WOW Air en hann þekki vel slíkar aðstæður. CNBC segir Franke hafa sjálfan sagt frá því að hann hefði hlotið gælunafnið „Mr. Fix it“ í bransanum. Árið 1993 var hann fenginn að rekstri America West þegar það var gjaldþrota. Hann ætlaði sér aðeins að staldra við í hálft ár hjá America West en var í níu ár.WOW Air hefur farið í gegnum mikinn öldudalVísir/VilhelmFranke hefur lengi verið talsmaður þess að flugfarþegar sækist helst eftir ódýrum flugfargjöldum. Franke var lengi vel stjórnarformaður Spirit Airlines flugfélagsins sem Indigo Partners átti. Franke náði að snúa rekstrinum við með því að skera niður kostnað og rukka farþega fyrir þjónustu sem áður var innifalin í miðaverðinu, þar á meðal aðgang að handfarangursrými og sætisval. Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur hingað til haft slíkt fyrirkomulag á rekstri WOW Air en hefur þó reynt að hasla sér völl á lengri leiðum sem hefur reynst erfitt. Í greininni er einnig fjallað um erfiðleika Primera Air, sem varð gjaldþrota í fyrra, sem og rekstrar erfiðleika Norwegian Air Shuttle sem hefur átt erfitt með að skila hagnaði.Sjá möguleika í WOW Air Ef af fjárfestingu Indigo verður í WOW Air vonast Franke til að geta skapað flugfélaginu traustari fótfestu á markaði. „Saga lággjaldaflugfélaga á lengri leiðum er fremur ljót og við ætlum að gera það rétt. Við sjáum augljóslega möguleika hér, annars myndum við ekki fjárfesta,“ segir Franke. Rætt er við Skúla Mogensen sem segir WOW Air hafa misst sjónar af hlutverki félagsins sem hefur þurft að hætta áætlunarferðum víða um Bandaríkin og að skera niður flota sinn.Bill Franke.Vísir/GettySegist Skúla vera að reyna að einfalda rekstur félagsins og mun félagið ekki bjóða upp á betri sæti fyrir hærra verð. Skúli á ekki von á vexti í starfsemi fyrirtækisins fyrr en árið 2020.Þurfa að bæta sig í ánægju farþega CNBC segir frá því að WOW Air hafi verið í neðsta sæti á lista yfir flugfélög sem fyrirtækið AirHelp gaf út í júní í fyrra. AirHelp hjálpar farþegum að sækja bætur hjá flugfélögum ef áætlunarferðir falla niður eða ef röskun verður á þeim. Skúli viðurkennir í samtali við bandaríska fjölmiðilinn að WOW Air þurfi að bæta sig á þessu sviði. Franke neitar að tjá sig um fyrirætlanir sínar varðandi WOW Air en rætt er við Ben Baldanza, fyrrverandi forstjóra Spirit Airlines, sem segist fullviss um að Franke myndi ekki setja krónu í reksturinn án þess að fá að ráða því hvernig honum er hagað, þar á meðal stærð flotans. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Indigo Partners tekur kanadískt flugfélag í gegn Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. 26. desember 2018 22:30 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Bandaríski fjölmiðillinn CNBC fjallar um kaup Bill Franke á íslenska flugfélaginu WOW Air á vef sínum í dag. Fjölmiðillinn rekur fjárhagserfiðleika WOW Air og segir félagið hafa verið komið að bjargbrúninni þegar hinn 81 árs gamli Bill Franke steig fram á sjónarsviðið. Er greinin birti undir fyrirsögninni: Airlines „Mr. Fix It“ wants to save the worlds worst carrier, eða „Flugfélagafrelsarinn vill bjarga versta flugfélagi heims“. Franke þessi er sjálfskipaður faðir lággjaldalíkansins og stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners, sem á og rekur Frontier Airlines. Hann hefur skapað sér orðspor fyrir harðan niðurskurð og að snúa við rekstri flugfélaga á tveggja áratuga ferli sínum í flugfélagabransanum. Franke segir við CNBC að níu milljarða fjárfesting Indigo Partners í WOW Air geti orðið að veruleika á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.Mikil áskorun fyrir Franke CNBC segir að það muni verða mikil áskorun fyrir Franke að snúa við rekstri WOW Air en hann þekki vel slíkar aðstæður. CNBC segir Franke hafa sjálfan sagt frá því að hann hefði hlotið gælunafnið „Mr. Fix it“ í bransanum. Árið 1993 var hann fenginn að rekstri America West þegar það var gjaldþrota. Hann ætlaði sér aðeins að staldra við í hálft ár hjá America West en var í níu ár.WOW Air hefur farið í gegnum mikinn öldudalVísir/VilhelmFranke hefur lengi verið talsmaður þess að flugfarþegar sækist helst eftir ódýrum flugfargjöldum. Franke var lengi vel stjórnarformaður Spirit Airlines flugfélagsins sem Indigo Partners átti. Franke náði að snúa rekstrinum við með því að skera niður kostnað og rukka farþega fyrir þjónustu sem áður var innifalin í miðaverðinu, þar á meðal aðgang að handfarangursrými og sætisval. Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur hingað til haft slíkt fyrirkomulag á rekstri WOW Air en hefur þó reynt að hasla sér völl á lengri leiðum sem hefur reynst erfitt. Í greininni er einnig fjallað um erfiðleika Primera Air, sem varð gjaldþrota í fyrra, sem og rekstrar erfiðleika Norwegian Air Shuttle sem hefur átt erfitt með að skila hagnaði.Sjá möguleika í WOW Air Ef af fjárfestingu Indigo verður í WOW Air vonast Franke til að geta skapað flugfélaginu traustari fótfestu á markaði. „Saga lággjaldaflugfélaga á lengri leiðum er fremur ljót og við ætlum að gera það rétt. Við sjáum augljóslega möguleika hér, annars myndum við ekki fjárfesta,“ segir Franke. Rætt er við Skúla Mogensen sem segir WOW Air hafa misst sjónar af hlutverki félagsins sem hefur þurft að hætta áætlunarferðum víða um Bandaríkin og að skera niður flota sinn.Bill Franke.Vísir/GettySegist Skúla vera að reyna að einfalda rekstur félagsins og mun félagið ekki bjóða upp á betri sæti fyrir hærra verð. Skúli á ekki von á vexti í starfsemi fyrirtækisins fyrr en árið 2020.Þurfa að bæta sig í ánægju farþega CNBC segir frá því að WOW Air hafi verið í neðsta sæti á lista yfir flugfélög sem fyrirtækið AirHelp gaf út í júní í fyrra. AirHelp hjálpar farþegum að sækja bætur hjá flugfélögum ef áætlunarferðir falla niður eða ef röskun verður á þeim. Skúli viðurkennir í samtali við bandaríska fjölmiðilinn að WOW Air þurfi að bæta sig á þessu sviði. Franke neitar að tjá sig um fyrirætlanir sínar varðandi WOW Air en rætt er við Ben Baldanza, fyrrverandi forstjóra Spirit Airlines, sem segist fullviss um að Franke myndi ekki setja krónu í reksturinn án þess að fá að ráða því hvernig honum er hagað, þar á meðal stærð flotans.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Indigo Partners tekur kanadískt flugfélag í gegn Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. 26. desember 2018 22:30 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43
Indigo Partners tekur kanadískt flugfélag í gegn Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. 26. desember 2018 22:30