Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 22:00 Mynd birt með leyfi Karls Skírnissonar í tengslum við umfjöllunina. Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“ Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“
Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira