Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. febrúar 2019 06:00 Kostnaður vegna launauppbótar til starfsmanna Íslandspósts nam 14,3 milljónum króna. Vísir/vilhelm Í upphafi síðasta árs ákvað stjórn Íslandspósts ohf. (ÍSP) að greiða starfsmönnum fyrirtækisins launauppbót í ljósi góðrar afkomu fyrirtækisins. Rétt rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Um svipað leyti lagði stjórn ÍSP það til að hækka laun sín. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum stjórnar. Á fundi stjórnar 29. janúar 2018 viðraði Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, hugmyndir framkvæmdastjórnar fyrirtækisins um að greiða starfsfólki þess launauppbót. Langt væri liðið síðan slíkt hefði verið gert en áætlaður rekstrarafgangur ársins 2017 gæfi tilefni til þess. Árið 2017 hagnaðist ÍSP um 216 milljónir og hafði árið áður skilað rúmlega 120 milljóna afgangi. Árin þrjú á undan hafði samanlagt tap á móti verið 280 milljónir króna. Á fundinum samþykkti stjórn að greiða starfsmönnum, sem voru á launaskrá á föstum mánaðarlaunum 1. nóvember 2017 og störfuðu enn þar 1. febrúar 2018, 20 þúsund krónur miðað við fullt starf. Hlutastarfsfólk fékk greiðslur í samræmi við starfshlutfall en þó aldrei minna en 10 þúsund krónur. Áætlaður kostnaður nam 14,3 milljónum króna. Á fundi stjórnar tæpum mánuði síðar, eða þann 23. febrúar, gerði stjórn tillögu um að laun hennar myndu hækka. Laun almennra stjórnarmanna myndu hækka úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur. Laun formanns stjórnar eru tvöföld laun stjórnarmanns og fór hann því úr 280 þúsund krónum á mánuði og upp í 330 þúsund krónur. Hækkunin nam því tæpum átján prósentum. Sé litið aftur til ársins 2014 þá hafa laun stjórnarmanna ÍSP hækkað ár hvert. Hækkunin hefur verið á bilinu ellefu til tólf prósent ár hvert. Hafi tillaga stjórnar um hækkun launa sinna verið samþykkt á aðalfundi ÍSP í fyrra þá hafa laun stjórnarmanna hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Formaður stjórnar er Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna, og meðal stjórnarmanna er Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Framkvæmdastjórn ÍSP mynda auk forstjóra fimm framkvæmdastjórar. Af ársreikningum áranna 2014-2017, en ársreikningur 2018 liggur ekki fyrir fyrr en eftir tæpar þrjár vikur, má sjá að laun forstjóra hafa hækkað um tæp 43 prósent á tímabilinu. Þá hafa laun og hlunnindi framkvæmdastjóra hækkað um rúm tólf prósent. Að auki nýtur framkvæmdastjórn bifreiðahlunninda frá fyrirtækinu. Forstjóri heyrði undir kjararáð til 1. júlí 2017 en síðan þá hefur það verið í verkahring stjórnar að ráða kjörum hans. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, frá maí í fyrra, kemur fram að laun Ingimundar hafi hækkað um 25 prósent við það. Af áðurnefndri fundargerð í janúar 2018 má sjá að til ósættis hefur komið en þá lagði Ingimundur fram bókun um að hann teldi að afgreiðsla stjórnar á fjárhæð launagreiðslna hans væri ekki í samræmi við ráðningarsamning frá nóvember 2014. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Í upphafi síðasta árs ákvað stjórn Íslandspósts ohf. (ÍSP) að greiða starfsmönnum fyrirtækisins launauppbót í ljósi góðrar afkomu fyrirtækisins. Rétt rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Um svipað leyti lagði stjórn ÍSP það til að hækka laun sín. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum stjórnar. Á fundi stjórnar 29. janúar 2018 viðraði Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, hugmyndir framkvæmdastjórnar fyrirtækisins um að greiða starfsfólki þess launauppbót. Langt væri liðið síðan slíkt hefði verið gert en áætlaður rekstrarafgangur ársins 2017 gæfi tilefni til þess. Árið 2017 hagnaðist ÍSP um 216 milljónir og hafði árið áður skilað rúmlega 120 milljóna afgangi. Árin þrjú á undan hafði samanlagt tap á móti verið 280 milljónir króna. Á fundinum samþykkti stjórn að greiða starfsmönnum, sem voru á launaskrá á föstum mánaðarlaunum 1. nóvember 2017 og störfuðu enn þar 1. febrúar 2018, 20 þúsund krónur miðað við fullt starf. Hlutastarfsfólk fékk greiðslur í samræmi við starfshlutfall en þó aldrei minna en 10 þúsund krónur. Áætlaður kostnaður nam 14,3 milljónum króna. Á fundi stjórnar tæpum mánuði síðar, eða þann 23. febrúar, gerði stjórn tillögu um að laun hennar myndu hækka. Laun almennra stjórnarmanna myndu hækka úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur. Laun formanns stjórnar eru tvöföld laun stjórnarmanns og fór hann því úr 280 þúsund krónum á mánuði og upp í 330 þúsund krónur. Hækkunin nam því tæpum átján prósentum. Sé litið aftur til ársins 2014 þá hafa laun stjórnarmanna ÍSP hækkað ár hvert. Hækkunin hefur verið á bilinu ellefu til tólf prósent ár hvert. Hafi tillaga stjórnar um hækkun launa sinna verið samþykkt á aðalfundi ÍSP í fyrra þá hafa laun stjórnarmanna hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Formaður stjórnar er Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna, og meðal stjórnarmanna er Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Framkvæmdastjórn ÍSP mynda auk forstjóra fimm framkvæmdastjórar. Af ársreikningum áranna 2014-2017, en ársreikningur 2018 liggur ekki fyrir fyrr en eftir tæpar þrjár vikur, má sjá að laun forstjóra hafa hækkað um tæp 43 prósent á tímabilinu. Þá hafa laun og hlunnindi framkvæmdastjóra hækkað um rúm tólf prósent. Að auki nýtur framkvæmdastjórn bifreiðahlunninda frá fyrirtækinu. Forstjóri heyrði undir kjararáð til 1. júlí 2017 en síðan þá hefur það verið í verkahring stjórnar að ráða kjörum hans. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, frá maí í fyrra, kemur fram að laun Ingimundar hafi hækkað um 25 prósent við það. Af áðurnefndri fundargerð í janúar 2018 má sjá að til ósættis hefur komið en þá lagði Ingimundur fram bókun um að hann teldi að afgreiðsla stjórnar á fjárhæð launagreiðslna hans væri ekki í samræmi við ráðningarsamning frá nóvember 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent