Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:47 Búist er við því að veðrið nái hámarki um klukkan 19. Hér má sjá vindaspá Veðurstofunnar fyrir þann tíma. Skjáskot/veðurstofan Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira