Körfubolti

Tvær körfuboltagoðsagnir úr Keflavík ekki lengur skráðir í Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson tekur við Íslandsbikarnum vorið 2008. Keflavík hefur ekki unnið hann síðan.
Magnús Þór Gunnarsson tekur við Íslandsbikarnum vorið 2008. Keflavík hefur ekki unnið hann síðan. Fréttablaðið/Daníel
Tvö af síðustu félagskiptunum í körfuboltanum áður en glugginn lokaði 1. febrúar voru tveir miklir sigurvegarar úr körfunni í Keflavík að snúa aftur heim á Sunnubrautina.

Magnús Þór Gunnarsson og Gunnar Einarsson voru báðir skráðir í Njarðvík enda að spila með b-liði félagsins sem er að stærstu leiti byggi upp af eldri leikmönnum sem eru hætti að spila alvöru bolta.

Njarðvíkingar fengu þar góðan liðstyrk frá Keflavík.

Þessir tveir öflugir Keflvíkingar eru hins vegar ekki lengur skráðir í Njarðvík því félagsskipti þeirra aftur í Keflavík gengu í gegn 1. febrúar síðastliðinn.

Gunnar Einarsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík eða 1997, 1999, 2003, 2004, 2005 og 2008. Gunnar hefur skoraði 1055 stig fyrir Keflavík í úrslitakeppninni og verið í sigurliði í 94 af 153 leikjum sínum í úrslitakeppni.

Magnús Þór Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Keflavík eða 2003, 2004, 2005 og 2008. Magnús hefur skorað 1083 stig í 92 leikjum fyrir Keflavík í úrslitakeppninni.

Þeir hafa síðan báðir tekið við Íslandsbikarnum sem fyrirliði Keflavíkurliðsins. Gunnar gerði það 2004 og 2005 en Magnús árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×