Boða rómantíska stemmningu á sundlaugarbakkanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2019 14:01 Sundlaug Kópavogs nýtur mikilla vinsælda hjá íbúm í bænum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur.is Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu.
Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50