Búist við að óveðrið nái hámarki í borginni á ellefta tímanum í kvöld Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 20:11 Á höfuðborgarsvæðinu hefur austan stormur gengið yfir í kvöld með mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, allt að 35 til 40 metrar á sekúndu. Vísir/Egill Búist er við að óveðrið á Suðurlandi nái hámarki á níunda tímanum í kvöld. Veðrið á suðvesturhluta landsins mun ná hámarki á ellefta tímanum í kvöld og gengur niður um miðnætti. Austan stormur eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður verið á Suðurlandi í kvöld en um kvöldmatarleytið mældist mesta hviða á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 53 metrar á sekúndu. Í Vestmannaeyjum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna foktjóns síðdegis í dag. Á höfuðborgarsvæðinu hefur austan stormur gengið yfir í kvöld með mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, allt að 35 til 40 metrar á sekúndu. Búist er við að það muni lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum eftir miðnætti sem og á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin hefur gripið til lokana vegna óveðursins sem eru eftirfarandi: Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Möguleg hjáleið: Suðurstrandavegur um Grindavík. Hvolsvöllur – Vík: Búið er að loka milli Hvolsvallar og Víkur. - Líkleg opnun: Klukkan 01:00 e. miðnætti. Öræfin: Gígjukvísl – Jökulsárlón. Búið er að loka. – Líkleg opnun: kl. 06.00 í fyrramálið (6. feb.) Kjalarnes: Óvissustig frá um kl. 18:00 í dag. Líkleg opnun kl. 01:00 e. miðnætti. Búið er að loka Mosfellsheiði, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði. Björgunarsveitarmenn standa vaktina við lokanir þar sem þeir sinna einnig upplýsingaskyldu fyrir vegfarendur um veður og færð og hversu lengi lokanir munu standa yfir. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ekki mikið um útköll það sem af er kvöldi hjá björgunarsveitarmönnum og líkast til megi það rekja til mikilla forvarna fyrir þetta óveður. Á morgun verður veðrið fremur slæmt á Austfjörðum og Vestfjörðum og viðbúið að færð versni til muna vegna hríðarveðurs. Samgöngur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Búist er við að óveðrið á Suðurlandi nái hámarki á níunda tímanum í kvöld. Veðrið á suðvesturhluta landsins mun ná hámarki á ellefta tímanum í kvöld og gengur niður um miðnætti. Austan stormur eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður verið á Suðurlandi í kvöld en um kvöldmatarleytið mældist mesta hviða á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 53 metrar á sekúndu. Í Vestmannaeyjum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna foktjóns síðdegis í dag. Á höfuðborgarsvæðinu hefur austan stormur gengið yfir í kvöld með mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, allt að 35 til 40 metrar á sekúndu. Búist er við að það muni lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum eftir miðnætti sem og á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin hefur gripið til lokana vegna óveðursins sem eru eftirfarandi: Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Möguleg hjáleið: Suðurstrandavegur um Grindavík. Hvolsvöllur – Vík: Búið er að loka milli Hvolsvallar og Víkur. - Líkleg opnun: Klukkan 01:00 e. miðnætti. Öræfin: Gígjukvísl – Jökulsárlón. Búið er að loka. – Líkleg opnun: kl. 06.00 í fyrramálið (6. feb.) Kjalarnes: Óvissustig frá um kl. 18:00 í dag. Líkleg opnun kl. 01:00 e. miðnætti. Búið er að loka Mosfellsheiði, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði. Björgunarsveitarmenn standa vaktina við lokanir þar sem þeir sinna einnig upplýsingaskyldu fyrir vegfarendur um veður og færð og hversu lengi lokanir munu standa yfir. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ekki mikið um útköll það sem af er kvöldi hjá björgunarsveitarmönnum og líkast til megi það rekja til mikilla forvarna fyrir þetta óveður. Á morgun verður veðrið fremur slæmt á Austfjörðum og Vestfjörðum og viðbúið að færð versni til muna vegna hríðarveðurs.
Samgöngur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira