Körfubolti

„Þetta er það lélegasta sem ég hef séð frá KR í mörg ár“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá KR fyrr í vetur.
Úr leik hjá KR fyrr í vetur. vísir/bára
KR tapaði fyrir Njarðvík örugglega á heimavelli í Dominos-deild karla á mánudagskvöldið, 71-55, eftir að hafa unnið góðan sigur á Tindastól í umferðinni á undan.

Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR, eru í fimmta sæti deildarinnar er fimm umferðir eru eftir af deildinni og óvíst hvort að liðið verði með heimavallarrétt er í úrslitakeppnina verður komið.

Domino's Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson gerðu upp umferðina.

„Þetta er bara mjög skýrt merki um hvar hugur liðsins er og hann er ekki við leikinn,“ sagði Kristinn Friðriksson í upphafi innslagsins þar sem sýnt var hversu mikið KR-ingarnir tuðuðu yfir dómgæslunni í leiknum.

„Þetta er það lélegasta sem ég hef séð frá KR í  mörg ár,“ sagði Teitur Örlygsson og hélt áfram: „Það var enginn taktur í einu né neinu. Þetta er bara einn leikur en eftir að ég sá þetta þá finnst mér KR alveg mega hafa áhyggjur.“

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um KR

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×