Tæp 40 prósent íslenskra handboltamanna veðjuðu á leiki í eigin deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/bára Í nýrri BS-rannsókn háskólanemans Guðmundar Sigurðssonar sem hann gerði fyrir sálfræðideild Háskóla Íslands kemur fram að handboltafólk stundar veðmál ansi grimmt og stór hluti veðjar á leiki í eigin deild.Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í dag en Guðmundur fékk svör frá 38 prósent leikmanna úr félagsliðum sem spiluðu Íslandsmótið 2017-2018. Alls tóku 309 leikmenn leikmenn þátt í könnuninni, flestir á aldursbilinu 18-20 ára. Tæplega 47 prósent aðspurðra sögðust hafa tekið þátt í peningaspilum síðastliðna tólf mánuði og þá spiluðu átta prósent þeirra vikulega eða oftar. Það stóra í rannsókninni er að 38 prósent þeirra sem stunda veðmál viðurkenndu að hafa veðjað leiki í eigin deild og ríflega tíu prósent veðjuðu á eigin leiki en bæði er vitaskuld stranglega bannað samkvæmt reglum handknattleikssambandsins. „Það veldur okkur miklum áhyggjum, sé það raunin. Það er alveg ljóst að ef fram heldur sem horfir gæti þetta orðið vandamál hér, í formi hagræðingar úrslita og fleira. Það er í lögunum okkar að leikmönnum er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi í kringum sína leiki. Við erum að skoða með hvaða hætti er hægt að útvíkka það,“ segir Róbert Geir Gíslason, formaður HSÍ, við Morgunblaðið. Fram kemur í rannsókn Guðmundar að veðmálaspilun handboltafólks er minni en í sambærilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á fótbolta en að sama skapi hafi aðgengi að veðmálum í handbolta stóraukist á meðan að rannsóknin var gerð. Bent er á að 56 prósent þátttakenda í rannsókninni vissu ekki hvort ákvæði væri í samningi þeirra sme bannaði þeim að taka þátt í veðmálum sem tengdust handbolta. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Í nýrri BS-rannsókn háskólanemans Guðmundar Sigurðssonar sem hann gerði fyrir sálfræðideild Háskóla Íslands kemur fram að handboltafólk stundar veðmál ansi grimmt og stór hluti veðjar á leiki í eigin deild.Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í dag en Guðmundur fékk svör frá 38 prósent leikmanna úr félagsliðum sem spiluðu Íslandsmótið 2017-2018. Alls tóku 309 leikmenn leikmenn þátt í könnuninni, flestir á aldursbilinu 18-20 ára. Tæplega 47 prósent aðspurðra sögðust hafa tekið þátt í peningaspilum síðastliðna tólf mánuði og þá spiluðu átta prósent þeirra vikulega eða oftar. Það stóra í rannsókninni er að 38 prósent þeirra sem stunda veðmál viðurkenndu að hafa veðjað leiki í eigin deild og ríflega tíu prósent veðjuðu á eigin leiki en bæði er vitaskuld stranglega bannað samkvæmt reglum handknattleikssambandsins. „Það veldur okkur miklum áhyggjum, sé það raunin. Það er alveg ljóst að ef fram heldur sem horfir gæti þetta orðið vandamál hér, í formi hagræðingar úrslita og fleira. Það er í lögunum okkar að leikmönnum er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi í kringum sína leiki. Við erum að skoða með hvaða hætti er hægt að útvíkka það,“ segir Róbert Geir Gíslason, formaður HSÍ, við Morgunblaðið. Fram kemur í rannsókn Guðmundar að veðmálaspilun handboltafólks er minni en í sambærilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á fótbolta en að sama skapi hafi aðgengi að veðmálum í handbolta stóraukist á meðan að rannsóknin var gerð. Bent er á að 56 prósent þátttakenda í rannsókninni vissu ekki hvort ákvæði væri í samningi þeirra sme bannaði þeim að taka þátt í veðmálum sem tengdust handbolta.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira