Strætó og rúta full af ferðamönnum út af veginum í Hveradalabrekku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 10:12 Frá Hellisheiði í morgun. Vísir/Jói K Leið 51 hjá Hópbílum sem ekur fyrir Strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og rúta full af ferðamönnum lentu í hremmingum á leiðinni austur Hellisheiði í morgun. Strætisvagninn fór út af veginum rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Einn farþegi var í vagninum til viðbótar við bílstjórann en hvorugur slasaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var pantaður leigubíll fyrir farþegann frá Hveragerði til að flytja farþegann, sem var á hraðferð, austur á Selfoss. Unnið er að því að koma vagninum aftur upp á veginn. Þá fór rúta Reykjavík Sightseeing út af sama vegi, um 100 metra frá en bæði er hvasst og hált á heiðinni. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru í rútunni en enginn slasaður.Fréttin var uppfærð 10:34 með upplýsingum um rútuna sem fór út af. Í fyrri útgáfu sagði að rútan væri á vegum Reykjavík Excursions. Beðist er velvirðingar á þessu.Rúta með ferðamenn fór útaf veginum.Vísir/JóiKFærð og aðstæður af vef Vegagerðarinnar klukkan 9:42.Suðvesturland: Víða greiðfært en hálka er á Hellisheiði, á Mosfellsheiði og í Kjós en hálkublettir á Þrengslum. Krýsuvíkurvegur og Bláfjallavegur eru ófærir. Flughálka er á Kjósarskarði og á Vatnsleysuströnd. Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja víðast hvar. Þungfært er um Brattabrekku en ófært er um Álftafjörð. Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hvasst er víða og nokkur skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdán og á hálsunum í Reykhólasveit. Þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi en ófært er um Klettsháls. Norðurland: Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum. Éljagangur er í Eyjafirði og upp á Öxnadalsheiði. Þæfingur er í Dalsmynni. Norðausturland: Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingur er á Hófaskarði og Hálsum en þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. Ófært er um Hólasand. Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Snjóþekja og éljagangur eða snjókoma ásamt töluverðum vindi er suður með ströndinni. Þungfært er á Jökuldalsvegi efri og á Skriðdalsvegi (937).Á Hellisheiði í morgun.Vísir/Kristófer Samgöngur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Leið 51 hjá Hópbílum sem ekur fyrir Strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og rúta full af ferðamönnum lentu í hremmingum á leiðinni austur Hellisheiði í morgun. Strætisvagninn fór út af veginum rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Einn farþegi var í vagninum til viðbótar við bílstjórann en hvorugur slasaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var pantaður leigubíll fyrir farþegann frá Hveragerði til að flytja farþegann, sem var á hraðferð, austur á Selfoss. Unnið er að því að koma vagninum aftur upp á veginn. Þá fór rúta Reykjavík Sightseeing út af sama vegi, um 100 metra frá en bæði er hvasst og hált á heiðinni. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru í rútunni en enginn slasaður.Fréttin var uppfærð 10:34 með upplýsingum um rútuna sem fór út af. Í fyrri útgáfu sagði að rútan væri á vegum Reykjavík Excursions. Beðist er velvirðingar á þessu.Rúta með ferðamenn fór útaf veginum.Vísir/JóiKFærð og aðstæður af vef Vegagerðarinnar klukkan 9:42.Suðvesturland: Víða greiðfært en hálka er á Hellisheiði, á Mosfellsheiði og í Kjós en hálkublettir á Þrengslum. Krýsuvíkurvegur og Bláfjallavegur eru ófærir. Flughálka er á Kjósarskarði og á Vatnsleysuströnd. Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja víðast hvar. Þungfært er um Brattabrekku en ófært er um Álftafjörð. Vestfirðir: Víðast hvar hálka eða snjóþekja. Hvasst er víða og nokkur skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdán og á hálsunum í Reykhólasveit. Þungfært er á Bjarnarfjarðarhálsi en ófært er um Klettsháls. Norðurland: Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum. Éljagangur er í Eyjafirði og upp á Öxnadalsheiði. Þæfingur er í Dalsmynni. Norðausturland: Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingur er á Hófaskarði og Hálsum en þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. Ófært er um Hólasand. Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Snjóþekja og éljagangur eða snjókoma ásamt töluverðum vindi er suður með ströndinni. Þungfært er á Jökuldalsvegi efri og á Skriðdalsvegi (937).Á Hellisheiði í morgun.Vísir/Kristófer
Samgöngur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira