Svona er hægt að eyða skilaboðum í Messenger Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 13:15 Tiltölulega óflókin aðgerð. Mynd/Facebook Um ári eftir að tilkynnt var að Facebook væri að vinna að leið til þess að notendur geti eytt skilaboðum í spjallforritinu Messenger þannig að enginn sjái þau er það nú loks hægt. Notendur þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem þeir hafa aðeins tíu mínútur til þess að eyða hverjum skilaboðum. Eftir að í ljós kom að Mark Zuckerberg og aðrir yfirmenn Facebook gátu eytt skilaboðum að vild, eitthvað sem komst upp þegar gamlir vinir stofnanda Facebook uppgötvuðu að gömul skilaboð frá honum var horfin, varð krafan um að notendur gæt gert slíkt hið sama háværari.Hingað til hafa notendur getað eytt skilaboðum sem þeir senda á Messenger en skilaboðin þurrkast þó aðeins út þeirra megin. Þetta er því í fyrsta skipti sem boðið er upp á að fjarlægja skilaboð áður en notandinn á hinni línunni sér þau.Viðtakandinn mun þó alltaf fá meldingu um að skilaboðum hafi verið eytt Í apríl á síðasta ári var tilkynnt að Facebook væri að vinna að slíkri uppfærslu og er hún nú mætt á svæðið með nýjustu uppfærslu Messenger-forritsins. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að notendur geta aðeins eytt skilaboðum sem eru tíu mínútuna gömul eða yngri. Því er ljóst að spjallarar þurfa að hafa hraðar hendur, sjái þeir eftir skilaboðum sem þeir senda. Sé notandi að spjalla í forritinu í síma þarf einungis að smella á skilaboðin sem óskað er eftir að eyða. Þá kemur upp valmynd þar sem hægt er að velja hvort að skilaboðunum verði eytt þannig að hvorki sendandinn né viðtakendur skilaboðanna sjái þau, eða einungis sendandinn. Sé verið að spjalla í Messenger í gegnum tölvu birtast þrír punktar við hlið skilaboðanna, sé smellt á þá opnast sama valmynd. Notendur ættu þó að hafa í huga að viðtakandinn mun fá meldingu um að skilaboðum í samtalinu hafi verið eytt.Nánari umfjöllun um þessa viðbót við Messenger-spjallforritið má lesa á vef Wired. Facebook Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Notendum Facebook fjölgar og hagnaður eykst, þvert á væntingar Hagnaður Facebook jókst meira á síðasta ársfjórðungi 2018 en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir og það þrátt fyrir ýmis hneykslismál sem hafa komið niður á ímynd fyrirtækisins. 31. janúar 2019 10:44 Notendur fá tíu mínútur til að þurrka út skilaboðin sem þeir sjá eftir að hafa sent Samfélagsmiðillinn Facebook hyggst bjóða notendum sínum upp á nýjan möguleika í skilaboðasendingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 7. nóvember 2018 19:24 Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Um ári eftir að tilkynnt var að Facebook væri að vinna að leið til þess að notendur geti eytt skilaboðum í spjallforritinu Messenger þannig að enginn sjái þau er það nú loks hægt. Notendur þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem þeir hafa aðeins tíu mínútur til þess að eyða hverjum skilaboðum. Eftir að í ljós kom að Mark Zuckerberg og aðrir yfirmenn Facebook gátu eytt skilaboðum að vild, eitthvað sem komst upp þegar gamlir vinir stofnanda Facebook uppgötvuðu að gömul skilaboð frá honum var horfin, varð krafan um að notendur gæt gert slíkt hið sama háværari.Hingað til hafa notendur getað eytt skilaboðum sem þeir senda á Messenger en skilaboðin þurrkast þó aðeins út þeirra megin. Þetta er því í fyrsta skipti sem boðið er upp á að fjarlægja skilaboð áður en notandinn á hinni línunni sér þau.Viðtakandinn mun þó alltaf fá meldingu um að skilaboðum hafi verið eytt Í apríl á síðasta ári var tilkynnt að Facebook væri að vinna að slíkri uppfærslu og er hún nú mætt á svæðið með nýjustu uppfærslu Messenger-forritsins. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að notendur geta aðeins eytt skilaboðum sem eru tíu mínútuna gömul eða yngri. Því er ljóst að spjallarar þurfa að hafa hraðar hendur, sjái þeir eftir skilaboðum sem þeir senda. Sé notandi að spjalla í forritinu í síma þarf einungis að smella á skilaboðin sem óskað er eftir að eyða. Þá kemur upp valmynd þar sem hægt er að velja hvort að skilaboðunum verði eytt þannig að hvorki sendandinn né viðtakendur skilaboðanna sjái þau, eða einungis sendandinn. Sé verið að spjalla í Messenger í gegnum tölvu birtast þrír punktar við hlið skilaboðanna, sé smellt á þá opnast sama valmynd. Notendur ættu þó að hafa í huga að viðtakandinn mun fá meldingu um að skilaboðum í samtalinu hafi verið eytt.Nánari umfjöllun um þessa viðbót við Messenger-spjallforritið má lesa á vef Wired.
Facebook Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Notendum Facebook fjölgar og hagnaður eykst, þvert á væntingar Hagnaður Facebook jókst meira á síðasta ársfjórðungi 2018 en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir og það þrátt fyrir ýmis hneykslismál sem hafa komið niður á ímynd fyrirtækisins. 31. janúar 2019 10:44 Notendur fá tíu mínútur til að þurrka út skilaboðin sem þeir sjá eftir að hafa sent Samfélagsmiðillinn Facebook hyggst bjóða notendum sínum upp á nýjan möguleika í skilaboðasendingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 7. nóvember 2018 19:24 Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10
Notendum Facebook fjölgar og hagnaður eykst, þvert á væntingar Hagnaður Facebook jókst meira á síðasta ársfjórðungi 2018 en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir og það þrátt fyrir ýmis hneykslismál sem hafa komið niður á ímynd fyrirtækisins. 31. janúar 2019 10:44
Notendur fá tíu mínútur til að þurrka út skilaboðin sem þeir sjá eftir að hafa sent Samfélagsmiðillinn Facebook hyggst bjóða notendum sínum upp á nýjan möguleika í skilaboðasendingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 7. nóvember 2018 19:24