Vanvirðing við vinnandi fólk Valgerður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:03 Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Valgerður Árnadóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun