Metsöluhöfundur laug til um heilakrabbamein og dauða móður sinnar og bróður Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 23:16 Rithöfundurinn Dan Mallory. Vísir/Getty Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker. Bókmenntir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker.
Bókmenntir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira