Metsöluhöfundur laug til um heilakrabbamein og dauða móður sinnar og bróður Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 23:16 Rithöfundurinn Dan Mallory. Vísir/Getty Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker. Bókmenntir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Höfundur skáldsögunnar Konan í glugganum, eða The Woman in the Window, hefur viðurkennt að hafa logið því að vera með heilakrabbamein. Dan Mallory ritaði þessa skáldsögu undir dulnefninu AJ Finn en hann segist hafa haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein til að fela vandamál sem hann glímdi við vegna geðhvarfasýki. Hann viðurkenndi þetta eftir að hafa verið sakaður um röð lyga um einkalíf sitt af blaðamanninum Ian Parker. Birtist grein blaðamannsins í bandaríska tímaritinu The New Yorker Mallory segir í The New Yorker að það hafi aldrei verið ætlun hans að misnota góðvild annarra með því að ljúga að hann væri með heilakrabbamein.Konan í glugganum var fyrsta skáldsaga Mallory en hún var gefin út í janúar í fyrra og fór beint í efsta sæti á sölulista New York Times. Sagan fjallar um konu sem er haldin víðáttufælni en síðar á árinu er kvikmynd væntanleg sem byggð er á bókinni. Fara Amy Adams og Gary Oldman með aðalhlutverk hennar. Í grein New Yorker er því haldið fram að Mallory hafi ítrekað haldið því fram að hann væri með heilakrabbamein. Hann hafi sagt það í háskólaumsókn og við samstarfsfélaga sína hjá bókaútgáfum í London og New York. Því er einnig haldið fram í greininni að hann hafi sagt móður sína hafa dáið úr krabbameini og að bróðir sinn væri einnig látinn. Móðir hans greindist vissulega með krabbamein þegar Mallory var á táningsaldri en bæði hún og bróðir hans eru enn á lífi í dag. Mallory segir við New Yorker að hann hafi stóran part ævi sinnar skammast sín fyrir andleg veikindi sín. Hann óttaðist hvaða augum aðrir myndu líta á hann ef þeir kæmust að því sanna, að hann væri haldinn geðhvarfasýki, og því þótti honum auðveldara að segjast vera með heilakrabbamein. Líkt og aðrir sem greinast með geðhvarfasýki hefur hann farið í gegnum mikið þunglyndi, verið haldinn miklum ranghugmyndum og þráhyggju ásamt minnisleysi. „Það hefur verið skelfilegt því í minni nauð hef ég gert, sagt eða trúað hlutum sem ég myndi venjulega aldrei gera, segja eða trúa. Hlutir sem, í mörgum tilvikum, mig rekur ekki minni til,“ segir Mallory við New Yorker.
Bókmenntir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira