Njósnari með skyggnigáfu? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun