Rússar til í að skoða nýtt og umfangsmeira samkomulag Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 11:02 Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. EPA/SERGEI CHIRIKOV Yfirvöld Rússlands væru tilbúin til að taka nýtt og umfangsmeira kjarnorkuvopnasamkomulag frá Bandaríkjunum til skoðunar. Fleiri ríki gætu verið aðilar að slíku samkomulagi sem gæti komið í stað INF-sáttmálans svokallaða sem Bandaríkin og Rússar hafa slitið. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir þetta koma til greina. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengið sakað Rússa um að brjóta gegn INF-sáttmálanum, sem snýr að banni við notkun skamm- og meðaldrægra eldflauga. Því hafa Rússar þó hafnað. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig gefið í skyn að honum hafi þótt sáttmálinn vera barn síns tíma og þá sérstaklega vegna þess að einungis Bandaríkin og Rússland hafi skrifað undir hann. Önnur ríki hafi samt sem áður getað þróað og framleitt eldflaugar að vild og átti hann þar sérstaklega við Kína. Kínverjar hafa komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Trump sagði í síðustu viku, eins og Reuters bendir á, að hann langaði að halda viðræður um nýtt samkomulag.Samkvæmt fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Ryabkov í dag að Rússar hefðu heyrt ummæli Bandaríkjamanna á þá leið að nýtt samkomulag á milli fleiri ríkja kæmi til greina. Hann sagði ríkisstjórn Rússlands búast við tillögu varðandi slíkt samkomulag frá Bandaríkjunum.Ryabkov sagði að ríkisstjórn Rússlands myndi skoða slíka tillögu af miklum áhuga. Bandaríkin Kína Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. 1. febrúar 2019 14:49 Rússar segja sig einnig frá eldflaugasáttmála Ákvörðun Rússa kemur í kjölfar tilkynningar Bandaríkjastjórnar um að hún ætlaði að hætta þátttöku í INF-sáttmálanum í gær. 2. febrúar 2019 10:39 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Yfirvöld Rússlands væru tilbúin til að taka nýtt og umfangsmeira kjarnorkuvopnasamkomulag frá Bandaríkjunum til skoðunar. Fleiri ríki gætu verið aðilar að slíku samkomulagi sem gæti komið í stað INF-sáttmálans svokallaða sem Bandaríkin og Rússar hafa slitið. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir þetta koma til greina. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengið sakað Rússa um að brjóta gegn INF-sáttmálanum, sem snýr að banni við notkun skamm- og meðaldrægra eldflauga. Því hafa Rússar þó hafnað. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig gefið í skyn að honum hafi þótt sáttmálinn vera barn síns tíma og þá sérstaklega vegna þess að einungis Bandaríkin og Rússland hafi skrifað undir hann. Önnur ríki hafi samt sem áður getað þróað og framleitt eldflaugar að vild og átti hann þar sérstaklega við Kína. Kínverjar hafa komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Trump sagði í síðustu viku, eins og Reuters bendir á, að hann langaði að halda viðræður um nýtt samkomulag.Samkvæmt fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Ryabkov í dag að Rússar hefðu heyrt ummæli Bandaríkjamanna á þá leið að nýtt samkomulag á milli fleiri ríkja kæmi til greina. Hann sagði ríkisstjórn Rússlands búast við tillögu varðandi slíkt samkomulag frá Bandaríkjunum.Ryabkov sagði að ríkisstjórn Rússlands myndi skoða slíka tillögu af miklum áhuga.
Bandaríkin Kína Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. 1. febrúar 2019 14:49 Rússar segja sig einnig frá eldflaugasáttmála Ákvörðun Rússa kemur í kjölfar tilkynningar Bandaríkjastjórnar um að hún ætlaði að hætta þátttöku í INF-sáttmálanum í gær. 2. febrúar 2019 10:39 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. 1. febrúar 2019 14:49
Rússar segja sig einnig frá eldflaugasáttmála Ákvörðun Rússa kemur í kjölfar tilkynningar Bandaríkjastjórnar um að hún ætlaði að hætta þátttöku í INF-sáttmálanum í gær. 2. febrúar 2019 10:39