Læknafélag Íslands: Áfengis- og fíknisjúkdómar ekki algengari hjá læknum en öðrum starfstéttum Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 18:47 Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00