Körfubolti

Kinu: Hafði bara séð jökla í sjónvarpinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kinu í stuði.
Kinu í stuði. vísir/daniel
Bandaríkjamaðurinn Kinu Rochford, leikmaður Þór Þorlákshöfn, er einn allra hressasti leikmaður deildarinnar og það vantaði ekki upp á hressleikann í leikslok í kvöld eftir stórsigurinn á Breiðablik fyrr í kvöld.

„Við spiluðum mjög vel í vikunni og höfum barist vel. Við náðum að spila vel og þetta er gott umhverfi.“

Leikurinn var í raun unninn eftir fimm mínútur, hvernig er að spila svona leik?

„Þetta snérist um hugarfar. Með fullri virðingu fyrir Breiðabliki þá eru þeir fallnir og við verðum að halda einbeitingu. Það er gott að koma á grillið og fá nóg að borða.“

Þór hefur verið á miklu skriði undan farið en fram undan er langt hlé. Er það að koma á slæmum tímapunkti fyrir Þór?

„Nei, ég held þetta sé bara gott til að hvíla andlegu hliðina. Við fáum smá hlé til þess að fara í lyftingarsalinn en líka að hvíla líkamann. Það er allt svo gott á Íslandi, gott fólk og gott veður.“

„Í New York þá vakna ég ekki með þessa fjallasýn, þetta er frábært. Fyrir tveimur dögum sá ég norðurljósin, þetta er alveg frábært. Ég hafði bara séð jökla í sjónvarpinu áður,“ sagði léttur Kinu Rochford.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×