Jólasteikin fór illa í Stólana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2019 11:30 fréttablaðið Þegar árið 2019 gekk í garð var Tindastóll á toppi Domino’s-deildar karla eftir að hafa unnið tíu af ellefu leikjum sínum í fyrri umferðinni. Á þessu ári hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá Stólunum. Þeir hafa tapað fjórum af sex leikjum sínum í Domino’s-deildinni og eru komnir niður í 4. sæti hennar. Þá féll Tindastóll, sem er ríkjandi bikarmeistari, úr leik fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins. Stólarnir eiga á hættu að tapa sínum þriðja leik í röð þegar þeir fá Stjörnumenn, sem hafa unnið níu leiki í röð, í heimsókn. Tindastóll missti niður gott forskot og tapaði í framlengingu fyrir KR á fimmtudaginn í síðustu viku, 88-91, og á sunnudaginn beið liðið lægri hlut fyrir Grindavík, 100-96. Það dugði Tindastóli ekki að vera með 50% þriggja stiga nýtingu í leiknum í Röstinni. Ef litið er á tölfræðina hefur sóknarleikur Tindastóls verið svipaður og hann var fyrir áramót. Skotnýtingin, bæði inni í teig og utan hans, er meira að segja betri eftir áramót. Í leikjunum sex eftir áramót hafa Stólarnir skorað 85,5 stig að meðaltali. Fyrir áramót voru stigin 88,7 að meðaltali í leik. Fjöldi stoðsendinga og tapaðra bolta er svipaður. Öðru máli gegnir um varnarleikinn. Á þeim enda vallarins hafa Stólarnir gefið mikið eftir. Fyrir áramót fengu þeir aðeins 71,8 stig á sig að meðaltali í leik. Eftir áramót hafa þeir hins vegar fengið á sig 88,5 stig að meðaltali í leik. Þetta er breyting upp á 16,7 stig. Skotnýting andstæðinga Tindastóls var 39% fyrir áramót en er 44% eftir áramót. Vörnin hefur látið mikið á sjá og andstæðingar Tindastóls fá auðveldari skot en þeir gerðu áður. Svo eru Stólarnir hættir að frákasta eins vel og þeir gerðu fyrir áramót. Í ellefu leikjum fyrir áramót tók Tindastóll 44,6 fráköst að meðaltali í leik. Þau eru 39,7 eftir áramót. Stólarnir unnu frákastabaráttuna í átta af ellefu leikjum fyrir áramót en hafa tapað henni í fjórum af sex leikjum eftir áramót. Stólarnir töpuðu líka frákastabaráttunni í bikarleiknum gegn Stjörnumönnum. Stólarnir geta þó huggað sig við að það er skárra að taka dýfu meðan á deildarkeppninni stendur en þegar komið er í úrslitakeppnina. Stólarnir verða þó að gefa í ef þeir ætla ekki að missa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Á því er raunveruleg hætta. Dominos-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Þegar árið 2019 gekk í garð var Tindastóll á toppi Domino’s-deildar karla eftir að hafa unnið tíu af ellefu leikjum sínum í fyrri umferðinni. Á þessu ári hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá Stólunum. Þeir hafa tapað fjórum af sex leikjum sínum í Domino’s-deildinni og eru komnir niður í 4. sæti hennar. Þá féll Tindastóll, sem er ríkjandi bikarmeistari, úr leik fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins. Stólarnir eiga á hættu að tapa sínum þriðja leik í röð þegar þeir fá Stjörnumenn, sem hafa unnið níu leiki í röð, í heimsókn. Tindastóll missti niður gott forskot og tapaði í framlengingu fyrir KR á fimmtudaginn í síðustu viku, 88-91, og á sunnudaginn beið liðið lægri hlut fyrir Grindavík, 100-96. Það dugði Tindastóli ekki að vera með 50% þriggja stiga nýtingu í leiknum í Röstinni. Ef litið er á tölfræðina hefur sóknarleikur Tindastóls verið svipaður og hann var fyrir áramót. Skotnýtingin, bæði inni í teig og utan hans, er meira að segja betri eftir áramót. Í leikjunum sex eftir áramót hafa Stólarnir skorað 85,5 stig að meðaltali. Fyrir áramót voru stigin 88,7 að meðaltali í leik. Fjöldi stoðsendinga og tapaðra bolta er svipaður. Öðru máli gegnir um varnarleikinn. Á þeim enda vallarins hafa Stólarnir gefið mikið eftir. Fyrir áramót fengu þeir aðeins 71,8 stig á sig að meðaltali í leik. Eftir áramót hafa þeir hins vegar fengið á sig 88,5 stig að meðaltali í leik. Þetta er breyting upp á 16,7 stig. Skotnýting andstæðinga Tindastóls var 39% fyrir áramót en er 44% eftir áramót. Vörnin hefur látið mikið á sjá og andstæðingar Tindastóls fá auðveldari skot en þeir gerðu áður. Svo eru Stólarnir hættir að frákasta eins vel og þeir gerðu fyrir áramót. Í ellefu leikjum fyrir áramót tók Tindastóll 44,6 fráköst að meðaltali í leik. Þau eru 39,7 eftir áramót. Stólarnir unnu frákastabaráttuna í átta af ellefu leikjum fyrir áramót en hafa tapað henni í fjórum af sex leikjum eftir áramót. Stólarnir töpuðu líka frákastabaráttunni í bikarleiknum gegn Stjörnumönnum. Stólarnir geta þó huggað sig við að það er skárra að taka dýfu meðan á deildarkeppninni stendur en þegar komið er í úrslitakeppnina. Stólarnir verða þó að gefa í ef þeir ætla ekki að missa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Á því er raunveruleg hætta.
Dominos-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira