43 leikmenn fengu meira borgað en Tom Brady Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 10:30 Tom Brady vann Super Bowl í sjötta sinn. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður. NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður.
NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00
Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30
Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59
Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08
Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45