Hundruð milljóna til HM hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 15:01 Karlalandsliðið hefur farið á tvö stórmót í röð. Hér eru þeir í góðum gír í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir. Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir.
Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00