Hundruð milljóna til HM hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 15:01 Karlalandsliðið hefur farið á tvö stórmót í röð. Hér eru þeir í góðum gír í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir. Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira
KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir.
Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00