Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Markmið verkefnis borgarinnar var að auka kosningaþátttöku ungra kjósenda og fleiri hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
„Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira