Færð geti spillst í hvassviðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:54 Ökumenn hafa víða lent í vanda síðastliðinn sólarhring, til að mynda á Þverárfjalli. Skjáskot Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent