Reyna að hafa rafmynt af fólki með hótunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 10:46 Viðtakendur svikapósta eru hvattir til að hafa samband við lögregluna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan. Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag Facebook-færslu þar sem fólk er varað við netsvindlurum sem reyna að hafa fé af fólki í valdi kúgunar. Segjast þrjótarnir í tölvupósti hafa yfirtekið tölvu þess sem fyrir svindlinu verður og náð myndefni af viðkomandi við skoðun klámsíðna. Hóta þorpararnir þá að dreifa myndefninu, berist þeim ekki greiðsla í formi Bitcoin eða annarrar rafmyntar innan ákveðins tíma. „Lögreglan biður fólk að halda ró sinni fái það slíkan póst. Glæpamennirnir hafa ekki tekið yfir tölvu viðkomandi né hafa þeir yfir neinu skaðlegu myndefni að ráða,“ segir í færslu lögreglunnar. Þá er bent á að þrátt fyrir að hótanirnar séu innantóm orð sé mögulegt að hrapparnir hafi komist yfir lykilorð viðkomandi, þar sem af og til komi fyrir að tölvuþrjótum takist að komast yfir notendalista og lykilorð á ýmsum vefsíðum og nýti þær upplýsingar í póstum sem þessum til þess að skapa hræðslu og óhug meðal viðtakenda, í þeirri von um að hafa af fólki fé. Lögreglan brýnir fyrir fólki að senda ekki peninga fái það slíka pósta. Best sé að senda svindlurum aldrei peninga því líklegt sé að þeir færi sig upp á skaftið og krefjist hærri fjárhæða eftir að þeim hafi verið greitt. Mælir lögreglan með því að fólk noti aðskilin lykilorð á mismunandi vefsíðum og komi sér jafnvel upp kerfi utan um lykilorð sín, til dæmis lykilorðabanka (e. password manager). Þá er fólki bent á sérstaka vefsíðu sem birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur athugað hvort einhver hafi komist yfir lykilorð þeirra á hinum ýmsu stöðum. Fólki er að lokum bent á að fái það svindlpósta sem þessa sé best að hafa beint samband við lögreglu. Það gefi lögreglunni færi á að fylgjast með gangi mála og bregðast fljótt og vel við þeim málum sem upp koma. Færslu lögreglunnar gefur að líta hér að neðan.
Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira