Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af vegatollum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2019 20:00 Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Erlendir ferðamenn munu greiða fjörutíu prósent af þeim vegatollum, sem settir verða á í landinu til að flýta mikilvægum samgöngubótum. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vill að allir bifreiðareigendur greiði vegatoll þar sem rukkaðir yrðu þrjár til fjórar krónur á hvern ekinn kílómetra. Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokksins, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mættu á opinn fund hjá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökum í Hveragerði í vikunni þar sem rætt var um vegatolla og framkvæmd þeirra sem er landsátak. Sérstaklega er treyst á ferðamenn í átakinu sem fara um vegi landsins. „Við höfum áætlað í okkar útreikningum að þetta geti orðið að minnsta kosti fjörutíu prósent sem greitt verði af þessum fjárfestingum, sem er í þessu verkefni eins og við höfum lagt það upp, sextíu til sextíu og fimm milljarðar, að það geti allt að fjörutíu prósent af því verið greitt af erlendum ferðamönnum“, segir Jón. Jón segir að með vegatollum yrði hægt að fara í hlutina einn, tveir og þrír,t.d. að byggja nýja brú yfir Ölfusá sem er í dag á fimm til tíu ára tímabili í samgönguáætlun. „Okkar hugmyndir ganga út á það að fara bara í hana strax“. Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.HveragerðisbærEkki hefur verið ákveðið hvernig vegatollarnir verði innheimtir en forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir að eina sanngjarnaleiðin sé að rukka kílómetra gjald á alla bíla sem fara um vegi landsins, stóra sem smáa. „Þetta er sanngjarnasta leiðin vegna þess að þarna leggst þetta jafnt á alla miðað við hvað þeir keyra", segir Eyþór. Fram kom á fundinum að stofnað yrði sérstakt félag um vegatollana líkt og var gert með Spöl og Hvalfjarðargöngin.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Samgöngur Vegtollar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira