Innlent

Barn í geðrofi eftir að hafa handfjatlað leikfangaslím

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Alma D. Möller landlæknir segir að vitað sé um eitt tilvik þar sem barn var lagt inn á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans með geðrofseinkenni eftir að hafa með leikið sér með leikfangaslím.
Alma D. Möller landlæknir segir að vitað sé um eitt tilvik þar sem barn var lagt inn á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans með geðrofseinkenni eftir að hafa með leikið sér með leikfangaslím. Vísir/getty
Alma D. Möller landlæknir segir að vitað sé um eitt tilvik þar sem barn var lagt inn á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans með geðrofseinkenni eftir að hafa með leikið sér með leikfangaslím.

Vísir greindi frá því á dögunum að leikfangaslímið Noise Putty, sem fengist hefur í íslenskum verslunum, er talið geta innihaldið of mikið magn bórs og fyrir vikið talið hættulegt. Neytendastofa varaði við notkun á leikfangaslíminu.

Sjá nánar: Varað við hættulegu prumpuslími

Í kvöldfréttum RÚV  varaði landlæknir við því að börn handfjatli slím sem inniheldur bór því það sé eitrað.

„Það eru áhrif fyrst og fremst á húð og til dæmis ef það er verið að hnoða þetta í höndunum þá getur húðin soðnað og þá á efnið enn greiðari leið inn í líkamann. Og það er hægt að sjá einkenni frá meltingarfærum eins og lystaleysi, hægðatregðu og megrun. Og síðan frá miðtaugakerfi eins og höfuðverk, kvíða, þunglyndi, jafnvel ofskynjanir og einkenni sem hreinlega geta líkst geðrofi,“ segir Alma í samtali við RÚV.

Hún segir að umrætt barn hafi lengi þurft að glíma við einkenni geðrofs áður en læknum tókst að finna hvað amaði að því. Barninu batnaði nokkrum vikum eftir að það hætti að handfjatla leikfangaslímið eitraða.


Tengdar fréttir

Varað við hættulegu prumpuslími

Leikfangaslímið Noise Putty, sem fengist hefur í íslenskum verslunum, er talið geta innihaldið of mikið magn bórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×