Eiga orðið jafn mikið í lánum og hlutabréfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Vægi innlendra hlutabréfa annars vegar og sjóðfélagalána hins vegar í eignasafni lífeyrissjóða landsins var nánast jafn mikið í lok nóvember síðastliðins. Til samanburðar var hlutdeild innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna hins vegar um þriðjungi hærri en hlutdeild sjóðfélagalána í byrjun ársins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ljóst að lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði undanfarið. Þess í stað hafi þeir einbeitt sér meira að sjóðfélagalánum og erlendum fjárfestingum. Það kunni að skýra af hverju hlutabréfamarkaðurinn hafi legið nær flatur á síðustu þremur til fjórum árum. „Það vantar sárlega fleiri fjárfesta á hlutabréfamarkaðinn,“ nefnir Ásgeir. Samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Seðlabankans áttu lífeyrissjóðirnir samanlagt tæplega 433 milljarða króna í innlendum hlutabréfum í lok nóvember í fyrra og var hlutfall bréfanna þá 10,0 prósent af heildareignum sjóðanna. Á sama tíma áttu sjóðirnir ríflega 419 milljarða króna í sjóðfélagalánum og var hlutfall lánanna 9,7 prósent af heildareignum þeirra sem voru alls 4.324 milljarðar króna. Vægi sjóðfélagalánanna fór ört vaxandi á síðasta ári, líkt og árin þar á undan, á meðan vægi innlendu hlutabréfanna fór minnkandi. Þannig námu sjóðfélagalán 8,4 prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna í byrjun ársins, borið saman við 9,7 prósent í lok nóvember sama ár, en til samanburðar var hlutfallið 5,4 prósent í ársbyrjun 2016. Innlend hlutabréf voru 11,6 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna í janúar í fyrra, samanborið við 10,0 prósent í nóvember síðastliðnum, en hlutfallið fór hæst í 15 prósent á haustmánuðum 2015. Þó ber að geta þess að gengislækkun hlutabréfa í Icelandair Group, en bréfin hafa lækkað um 70 prósent í verði frá haustinu 2015, skýrir að einhverju leyti minnkandi vægi hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna enda eiga sjóðirnir hlutfallslega stóran eignarhlut í flugfélaginu miðað við önnur skráð félög.Almennir fjárfestar forðist markaðinn Samhliða aukinni áherslu á sjóðfélagalán og minni áherslu á innlendar hlutabréfafjárfestingar hafa lífeyrissjóðirnir aukið erlendar fjárfestingar sínar jafnt og þétt á umliðnum árum. Námu erlendar eignir sjóðanna – sem eru alls 1.173 milljarðar króna – um 27,1 prósenti af heildareignum þeirra í nóvember í fyrra en hlutfallið var 24,1 prósent í byrjun ársins. Sé litið til ársbyrjunar 2016 var sambærilegt hlutfall 21,6 prósent. Ásgeir bendir á að lífeyrissjóðirnir hafi selt sig aðeins út á hlutabréfamarkaði en fáir hafi komið á móti og fyllt það skarð sem sjóðirnir hafa skilið eftir sig. „Svo virðist sem almennir fjárfestar hálfvegis forðist markaðinn,“ nefnir Ásgeir og vísar til þróunarinnar frá því að fjármálakreppan skall á fyrir um tíu árum. Í raun megi segja að fasteignir hafi tekið við af hlutabréfum sem sparnaðarleið fyrir smærri fjárfesta. Ásgeir var einn af ráðgjöfum stjórnvalda við ritun Hvítbókar um fjármálakerfið, sem gefin var út í desember, og skrifaði álitsgerð um framtíð fjármálakerfisins. Þar lagði hann fram nokkrar tillögur sem miða að því að fjölga virkum fjárfestum á íslenskum fjármálamarkaði en tillögurnar fólust meðal annars í því að gefa öðrum en lífeyrissjóðunum færi á því að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar, leyfa frjálsa för erlendra langtímafjárfesta inn á markaðinn, án bindiskyldu, og gefa almenningi skattalega hvata til þess að kaupa hlutabréf. Hvað varðar þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði bendir Ásgeir á að á sínum tíma, þegar markaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar, hafi almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattalegum hvötum. „Það má því vel velta þeirri hugmynd að endurtaka leikinn og hvetja þannig fleiri aðila til þess að taka þátt í markaðinum,“ skrifar Ásgeir í álitsgerðinni. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Vægi innlendra hlutabréfa annars vegar og sjóðfélagalána hins vegar í eignasafni lífeyrissjóða landsins var nánast jafn mikið í lok nóvember síðastliðins. Til samanburðar var hlutdeild innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna hins vegar um þriðjungi hærri en hlutdeild sjóðfélagalána í byrjun ársins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ljóst að lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði undanfarið. Þess í stað hafi þeir einbeitt sér meira að sjóðfélagalánum og erlendum fjárfestingum. Það kunni að skýra af hverju hlutabréfamarkaðurinn hafi legið nær flatur á síðustu þremur til fjórum árum. „Það vantar sárlega fleiri fjárfesta á hlutabréfamarkaðinn,“ nefnir Ásgeir. Samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Seðlabankans áttu lífeyrissjóðirnir samanlagt tæplega 433 milljarða króna í innlendum hlutabréfum í lok nóvember í fyrra og var hlutfall bréfanna þá 10,0 prósent af heildareignum sjóðanna. Á sama tíma áttu sjóðirnir ríflega 419 milljarða króna í sjóðfélagalánum og var hlutfall lánanna 9,7 prósent af heildareignum þeirra sem voru alls 4.324 milljarðar króna. Vægi sjóðfélagalánanna fór ört vaxandi á síðasta ári, líkt og árin þar á undan, á meðan vægi innlendu hlutabréfanna fór minnkandi. Þannig námu sjóðfélagalán 8,4 prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna í byrjun ársins, borið saman við 9,7 prósent í lok nóvember sama ár, en til samanburðar var hlutfallið 5,4 prósent í ársbyrjun 2016. Innlend hlutabréf voru 11,6 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna í janúar í fyrra, samanborið við 10,0 prósent í nóvember síðastliðnum, en hlutfallið fór hæst í 15 prósent á haustmánuðum 2015. Þó ber að geta þess að gengislækkun hlutabréfa í Icelandair Group, en bréfin hafa lækkað um 70 prósent í verði frá haustinu 2015, skýrir að einhverju leyti minnkandi vægi hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna enda eiga sjóðirnir hlutfallslega stóran eignarhlut í flugfélaginu miðað við önnur skráð félög.Almennir fjárfestar forðist markaðinn Samhliða aukinni áherslu á sjóðfélagalán og minni áherslu á innlendar hlutabréfafjárfestingar hafa lífeyrissjóðirnir aukið erlendar fjárfestingar sínar jafnt og þétt á umliðnum árum. Námu erlendar eignir sjóðanna – sem eru alls 1.173 milljarðar króna – um 27,1 prósenti af heildareignum þeirra í nóvember í fyrra en hlutfallið var 24,1 prósent í byrjun ársins. Sé litið til ársbyrjunar 2016 var sambærilegt hlutfall 21,6 prósent. Ásgeir bendir á að lífeyrissjóðirnir hafi selt sig aðeins út á hlutabréfamarkaði en fáir hafi komið á móti og fyllt það skarð sem sjóðirnir hafa skilið eftir sig. „Svo virðist sem almennir fjárfestar hálfvegis forðist markaðinn,“ nefnir Ásgeir og vísar til þróunarinnar frá því að fjármálakreppan skall á fyrir um tíu árum. Í raun megi segja að fasteignir hafi tekið við af hlutabréfum sem sparnaðarleið fyrir smærri fjárfesta. Ásgeir var einn af ráðgjöfum stjórnvalda við ritun Hvítbókar um fjármálakerfið, sem gefin var út í desember, og skrifaði álitsgerð um framtíð fjármálakerfisins. Þar lagði hann fram nokkrar tillögur sem miða að því að fjölga virkum fjárfestum á íslenskum fjármálamarkaði en tillögurnar fólust meðal annars í því að gefa öðrum en lífeyrissjóðunum færi á því að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar, leyfa frjálsa för erlendra langtímafjárfesta inn á markaðinn, án bindiskyldu, og gefa almenningi skattalega hvata til þess að kaupa hlutabréf. Hvað varðar þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði bendir Ásgeir á að á sínum tíma, þegar markaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar, hafi almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattalegum hvötum. „Það má því vel velta þeirri hugmynd að endurtaka leikinn og hvetja þannig fleiri aðila til þess að taka þátt í markaðinum,“ skrifar Ásgeir í álitsgerðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun