Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:46 Jussie Smollett fer með hlutverk Jamal Lyon í Empire. Getty/Theo Wargo Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00