Guðrún Inga er hætt en segir að KSÍ sé ekki karlaklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 11:30 Guðrún Inga Sívertsen. Mynd/S2 Sport Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sjá meira
Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa
Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sjá meira