Sport

Ásdís getur ekki bara kastað því hún getur líka stokkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. EPA/DIEGO AZUBEL
Það er skemmtilegt að fylgjast með íslensku afrekskonunni Ásdísi Hjálmsdóttur leyfa aðdáendum sínum að skyggnast aðeins inn í heim spjótkastarans.

Ásdís hefur verið að setja inn myndbönd á samfélagsmiðla sína þar sem hún sést á æfingum.

Ásdís er að koma til baka eftir leiðinleg og lúmsk bakmeiðsli sem háðu henni mikið á síðasta tímabili en komu þó ekki í veg fyrir það að hún náði þrettánda sætinu í spjótkasti á EM í Berlín.

Hún ætlar sér að koma sterk inn í sumarið og heldur vonandi áfram á sömu góðu brautinni og hún hefur sýnt í þessum myndböndum sínum.

Það vita allir að Ásdís er spjótkastari í heimsklassa en í nýjasta æfingamyndbandinu sýnir hún það að Ásdís getur líka stokkið.

Ásdís sýnir svaka sprengju þar sem hún tekur þrístökkið með því að stökkva jafnfætis. Þetta er ekki á færi allra.

Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Ásdís og Guðni valin best

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina.

Ásdís Hjálms í „spjótkasti“ með kúluna

Ásdís Hjálmsdóttir er fremsti kastari landsins og reglulegur fulltrúi Íslands á stórmótum frá árinu 2016. Ásdís hefur verið í fremstu röð í spjótkasti í heiminum í meira en áratug og hún gefur ekkert eftir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×