Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2019 15:15 Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16