20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2019 19:45 Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira