Landslagsvernd Ingimundur Gíslason skrifar 31. janúar 2019 07:00 Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suðurlandsundirlendið í björtu veðri og virða fyrir sér fjöllin úti við sjóndeildarhringinn allt frá Botnsúlum til Eyjafjallajökuls. Og fátt er leiðinlegra en að aka um Smálöndin í Suður-Svíþjóð þar sem stórfelld skógrækt hefur nær útrýmt opnu landslagi sem var þar einkennandi fyrr á tímum. Nú ekur maður þar tímunum saman í djúpu gili þar sem þéttur veggur barrtrjáa er til beggja handa. Útsýni takmarkast þar að mestu leyti við veginn beint fram undan. Sama má segja um víðáttumikil landssvæði í Suður-Afríku en þar hafa evrópsk stórfyrirtæki, sem framleiða pappír, gróðursett hraðvaxta evkalyptustré í stórum stíl. En nú eru blikur á lofti á Suðurlandi. Mikil trjárækt og skógrækt er smátt og smátt að breyta landslagsmyndinni. Þetta er að gerast hægt en örugglega. Nú þegar hafa orðið til trjágöng meðfram þjóðvegum á nokkrum stöðum. Háar aspir í röð með fram vegum, til dæmis á leiðinni að Flúðum, Reykholti og Hvolsvelli, draga úr útsýni til fjalla. Þá eru víða að verða til stór skógarflæmi. Hvað segja skipulagsyfirvöld á hverjum stað um þessa þróun mála? Ef heldur fram sem horfir munu afkomendur okkar aka um vegi Suðurlands í djúpum, dimmum skógargiljum eftir 50 ár. Sænski söngvarinn Ulf Lundell söng einu sinni „Jag trivs best i öppna landskap” eða „Ég kann best við mig í opnu landslagi“. Og ég þekki dæmi þess að Evrópusambandið styrki bændur sem eru að draga úr nautgriparækt á búum sínum með verulegu fjárframlagi gegn því að þeir sjái til þess að beitiland haldist opið og að nærliggjandi skógur nái ekki að breiðast þar yfir. Skógar veita skjól sem margt fólk sækist eftir en einhver takmörk hljóta að verða á fórnarkostnaðnum í því sambandi. Og má ég þá frekar biðja um hressandi sunnlenskt slagveður. Verndum hið opna landslag!Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suðurlandsundirlendið í björtu veðri og virða fyrir sér fjöllin úti við sjóndeildarhringinn allt frá Botnsúlum til Eyjafjallajökuls. Og fátt er leiðinlegra en að aka um Smálöndin í Suður-Svíþjóð þar sem stórfelld skógrækt hefur nær útrýmt opnu landslagi sem var þar einkennandi fyrr á tímum. Nú ekur maður þar tímunum saman í djúpu gili þar sem þéttur veggur barrtrjáa er til beggja handa. Útsýni takmarkast þar að mestu leyti við veginn beint fram undan. Sama má segja um víðáttumikil landssvæði í Suður-Afríku en þar hafa evrópsk stórfyrirtæki, sem framleiða pappír, gróðursett hraðvaxta evkalyptustré í stórum stíl. En nú eru blikur á lofti á Suðurlandi. Mikil trjárækt og skógrækt er smátt og smátt að breyta landslagsmyndinni. Þetta er að gerast hægt en örugglega. Nú þegar hafa orðið til trjágöng meðfram þjóðvegum á nokkrum stöðum. Háar aspir í röð með fram vegum, til dæmis á leiðinni að Flúðum, Reykholti og Hvolsvelli, draga úr útsýni til fjalla. Þá eru víða að verða til stór skógarflæmi. Hvað segja skipulagsyfirvöld á hverjum stað um þessa þróun mála? Ef heldur fram sem horfir munu afkomendur okkar aka um vegi Suðurlands í djúpum, dimmum skógargiljum eftir 50 ár. Sænski söngvarinn Ulf Lundell söng einu sinni „Jag trivs best i öppna landskap” eða „Ég kann best við mig í opnu landslagi“. Og ég þekki dæmi þess að Evrópusambandið styrki bændur sem eru að draga úr nautgriparækt á búum sínum með verulegu fjárframlagi gegn því að þeir sjái til þess að beitiland haldist opið og að nærliggjandi skógur nái ekki að breiðast þar yfir. Skógar veita skjól sem margt fólk sækist eftir en einhver takmörk hljóta að verða á fórnarkostnaðnum í því sambandi. Og má ég þá frekar biðja um hressandi sunnlenskt slagveður. Verndum hið opna landslag!Höfundur er augnlæknir
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun