Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 11:00 Sverrir Einar Eiríksson rak starfsmannaleiguna Proventus á árunum fyrir hrun. Vísir Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir. Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir.
Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30