Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 12:15 Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur. Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur.
Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45
Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12
Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30