Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 12:15 Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur. Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur.
Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45
Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12
Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30