Sjúkrahótelið afhent í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 14:09 Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. Í tilkynningu segir að sjúkrahótelið sé fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut en aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, rannsóknahús og bílastæða,- tækni- og skrifstofuhús. Landspítalinn mun sjá um rekstur sjúkrahótelsins og hefur verið greint frá því að stefnt sé að opnun þess í apríl næstkomandi. „Dagurinn í dag markar tímamót í heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn og er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annars mun opnun sjúkrahótelsins stuðla að því mikilvæga markmiði að sjúklingar fái þjónustu á réttu og viðeigandi þjónustustigi, líkt og er leiðarstef í þeirri heilbrigðisstefnu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í tilkynningu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, við athöfnina í dag.vísir/vilhelmMikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu Þar er einnig haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að sjúkrahótel sé mikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu fyrir landsmenn. „Sjúklingar, aðstandendur þeirra, fjölskyldur - fjölbreyttur hópur fólks af öllu landinu mun njóta góða af þeirri góðu aðstöðu sem hér er að finna og það fer ekki fram hjá neinum sem fer um húsið að hér hefur verið vandað til verka og hugað að hverju smáatriði. Ég vona að sjúkrahótelið styðji við rekstur spítalans og létti álagi af honum þar sem allt of oft er verið að nota of dýr úrræði til að leysa vanda sjúkra. Hér eru fjölbreytt tækifæri, bæði tengd gistirýmum en einnig annarri þjónustu sem hægt að er veita hér t.d. á grundvelli þess glæsilega eldhúss sem komið hefur verið upp. Væntanlega skýrast slíkir þættir betur verði reksturinn boðinn út að loknum samningstímanum við LSH,“ segir Bjarni.Þeir sjást hér Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og fyrrverandi heilbrigðisráðherrarnir Óttarr Proppé, Jón Kristjánsson og Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir núverandi heilbrigðisráðherra, en við hlið hans stendur kona hans, Guðrún Ágústsdóttir.vísir/vilhelmFjórar hæðir, kjallari og 75 herbergi „Sjúkrahótelið veitir Landspítala kærkomið tækifæri til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Stefnt er að að opnun hótelsins núna á vordögum, vonandi í aprílmánuði. Tilkoma hótelsins markar sömuleiðis ákveðin tímamót í uppbyggingu Landspítalaþorpsins við Hringbraut þar sem framkvæmdir við aðrar nýbyggingar okkar þar eru löngu hafnar og ganga vel. Framundan eru spennandi tímar,“ er svo haft eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, í tilkynningu. Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 að fjölbreyttri en á hótelinu og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur. Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.Afhending lyklanna gekk ekki áfallalaust fyrir sig en kannski að fall sé fararheill.Vísir/Vilhelm Heilbrigðismál Landspítalinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. Í tilkynningu segir að sjúkrahótelið sé fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut en aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, rannsóknahús og bílastæða,- tækni- og skrifstofuhús. Landspítalinn mun sjá um rekstur sjúkrahótelsins og hefur verið greint frá því að stefnt sé að opnun þess í apríl næstkomandi. „Dagurinn í dag markar tímamót í heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn og er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annars mun opnun sjúkrahótelsins stuðla að því mikilvæga markmiði að sjúklingar fái þjónustu á réttu og viðeigandi þjónustustigi, líkt og er leiðarstef í þeirri heilbrigðisstefnu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í tilkynningu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, við athöfnina í dag.vísir/vilhelmMikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu Þar er einnig haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að sjúkrahótel sé mikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu fyrir landsmenn. „Sjúklingar, aðstandendur þeirra, fjölskyldur - fjölbreyttur hópur fólks af öllu landinu mun njóta góða af þeirri góðu aðstöðu sem hér er að finna og það fer ekki fram hjá neinum sem fer um húsið að hér hefur verið vandað til verka og hugað að hverju smáatriði. Ég vona að sjúkrahótelið styðji við rekstur spítalans og létti álagi af honum þar sem allt of oft er verið að nota of dýr úrræði til að leysa vanda sjúkra. Hér eru fjölbreytt tækifæri, bæði tengd gistirýmum en einnig annarri þjónustu sem hægt að er veita hér t.d. á grundvelli þess glæsilega eldhúss sem komið hefur verið upp. Væntanlega skýrast slíkir þættir betur verði reksturinn boðinn út að loknum samningstímanum við LSH,“ segir Bjarni.Þeir sjást hér Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og fyrrverandi heilbrigðisráðherrarnir Óttarr Proppé, Jón Kristjánsson og Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir núverandi heilbrigðisráðherra, en við hlið hans stendur kona hans, Guðrún Ágústsdóttir.vísir/vilhelmFjórar hæðir, kjallari og 75 herbergi „Sjúkrahótelið veitir Landspítala kærkomið tækifæri til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Stefnt er að að opnun hótelsins núna á vordögum, vonandi í aprílmánuði. Tilkoma hótelsins markar sömuleiðis ákveðin tímamót í uppbyggingu Landspítalaþorpsins við Hringbraut þar sem framkvæmdir við aðrar nýbyggingar okkar þar eru löngu hafnar og ganga vel. Framundan eru spennandi tímar,“ er svo haft eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, í tilkynningu. Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 að fjölbreyttri en á hótelinu og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur. Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.Afhending lyklanna gekk ekki áfallalaust fyrir sig en kannski að fall sé fararheill.Vísir/Vilhelm
Heilbrigðismál Landspítalinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54
Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00