Brasilía hafði betur gegn Króatíu │Patrekur tók nítjánda sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 18:45 Brasilíumenn unnu sannfærandi sigur á Króatíu vísir/getty Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira