Telja matskerfi Þjóðskrár of sjálfvirkt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Þjóðskrá var gerð afturreka í einu tilfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON brink „Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira