Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2019 06:15 Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira