Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2019 06:15 Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira