Haukur: Þetta er bara handbolti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:48 Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29