Færðu sig yfir á aðra hlið rútunnar til að varna því að hún ylti Birgir Olgeirsson og Sighvatur Jónsson skrifa 20. janúar 2019 22:15 Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50