Telja 26 ríkustu mennina eiga jafnmikið og fátækari helming mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 11:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður í heimi. Aðeins eitt prósent auðæfa hans er talið jafngilda fjárlögum heils Afríkuríkis, Eþíópíu. vísir/getty Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar. Bandaríkin Bretland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira